Siðareglur

á vefmiðlinum refaskyttan.net

Á vefnum refaskyttan.net er fjallað um Guðmund Einarsson, refaskyttu. Birt eru bréf frá honum og til hans, vitnað í æviminningar og einnig verða ljósmyndir og frásagnir af Guðmundi og börnum hans og afkomendum.

  1. Leitast er eftir því á vefsíðunni refaskyttan.net að kynnast Guðmundi Einarssyni, ævi hans og ættmönnum með birtingu á sendibréfum, ljósmyndum og frásögnum.
    Þessi vefmiðill er gerður til að ná í og halda saman minningum um Guðmund Einarsson.
  1. Skrif og birtingar skulu gerðar að virðingu, vandvirkni og heiðarleika og bestu dómgreindar til efnisins.
    Vanda skal til verka þannig að efnið á vefnum sé vel framsett og skiljanlegt.
  1. Frásagnir eru oft byggðar á minningum en þær eru kannski ekki alveg samkvæmt skjalfestum heimildum en eru upplifun þess sem segir frá. Virðum það en bendum á það sem réttara er.
    Í samtölum er kannski rangt farið með örnefni eða mannsnöfn, og eru allar ábendingar vel þegnar.
  1. Vanda skal vinnubrögð við upplýsingaöflun, úrvinnslu efnis og gæta trúnaðar við öflun efnis.
    Í viðtölum sem fram fara á vegum vefmiðilsins skal alltaf bera virðingu fyrir viðmælandanum.
  1. Greinarhöfundar leggi metnað sinn í áreiðanleika í efnissöfnun.
    Þar sem hægt er verði upplýsingar um hvar efni er fengið og vitnað í það.
  1. Leitast verður að fremsta megni að fá leyfi fyrir áður útgefnu efni.
    Æviminnningar Guðmundar eru í bókinni „Nú brosir nóttin“ og verður fengið leyfi hjá ættingum um birtingar og upplestur úr bókinni.
  1. Bæði þeir sem skrifa á síðuna og/eða í umræður skulu gæta sannmælis og virðingar við efni vefsins.
    Vanda skal til allra skrifa og birtingar.
  1. Færslur verða með opnum umræðum og leyfist vefumsjónarmanni að taka út umræðu sem kvartað er yfir vegna ósanninda eða særinda. Ekki skal rýra mannorð annars á þessum vettvangi. Gætum heiðarleika í umræðunum, án þess að særa eða meiða aðra.
    Á þessum vefmiðli verða engin ókljáð mál leyst.