Brekka, 10. des. 1944

Eftir síðust færslu sendi Katrín Sveinsdóttir mér afrit af bréfi sem amma hennar fékk frá pabba sínum, Guðmundi. Hún hét Herdís Guðmundsdóttir. Minnst er á myndina hér að neðan í bréfinu.

Guðmundur skrifar: “Þá þakka ég þér innilega fyrir bréfið og myndirnar sem þú sendir mér. Þeir voru staddir hér Björn á Núpi og Kristinn bróðir séra Sigtryggs og oddvitinn þegar myndirnar komu og sáu þér þær og þótti þeim þær góðar, en mikið var hlegið að myndinni af okkur séra Sigtryggi þar sem ég er að taka í nefið…”

Einnig talar Guðmundur um athöfn í bréfinu og mun það hafa verið jarðaför Katrínar Gunnarsdóttur sem hann átti 4 börn með, Einar, Sigríði og tvíburana Herdísi og Gunnar. Katrín bjó hjá dóttur sinni, Herdísi, og lést hún 29. júlí 1944.

Nú er bara von að fleiri myndir séu til frá þessari ferð.

Guðmundur Einarsson og séra Sigtryggur

 

Katrin_Gunnarsdottir_legsteinn

Skilaboð