Fólkið úr bréfi Theodórs frá 20. maí 1944
Í bréfi Theodórs frá 20. maí 1944 voru nokkur nöfn tekin fram sem Theodór vildi hafa samband við til að taka á móti Guðmundi Einarssyni á Akureyri, þegar hann kæmi þangað.
Fór í smá rannsóknarvinnu og fékk Sólveigu Sigurðardóttur í lið með mér og við fengum myndir og staðfestingar á fólkinu frá Héraðsskjalasöfnunum á Húsavík og Kópaskeri.
Myndin sem tekin var í Listigarðinum var í fórum Sólveigar og er gaman að geta nú nafngreint alla á myndinni.

Mynd tekin í Listigarðinum á Akureyri 1944. Frá vinstri er Guðmundur Árnason, Svava Daníelsdóttir, Guðmundur Einarsson, Gunnþóra Margrét Þórarinsdóttir og Óli Guðmundur Árnason.

Guðmundur Árnason (f.15.10.1873-d.25.05.1968) Svava Daníelsdóttir (f.13.06.1875-d.29.04.1947) Hjónin voru búsett í Þórunnarseli og á Víkingavatni í Kelduhverfi og síðar á Akureyri.

Óli Guðmundur Árnason (f.09.11.1880-d.23.12.1960) og Gunnþóra Margrét Þórarinsdóttir (f.11.03.1881-d.21.07.1963). Hjónin voru búsett á Bakka í Kelduhverfi og síðar á Akureyri.
Sæl Sandra
Mér líst afar vel á vefinn þinn. Flottur. Hef mjög gaman af að skoða – ekki síst vegna þess að ég ólst upp við Öxarfjörð, þ.e. á Bakka í Kelduhverfi þar sem Óli og Gunnþóra bjuggu á undan foreldrum mínum. Smá ábending um síðasta myndatextann á þessari síðu: Brekku – á að vera Bakka
Hjónin voru búsett á Bakka (ekki Brekku) í Kelduhverfi og síðar á Akureyri.
– Með Kveðju, Hildur
Sæl, Hildur og takk fyrir ábendnguna.
Gaman að heyra þessa tengingu.
Bestu kveðjur
Sandra