Ferðalagið norður til Theodórs
Theodór Gunnlaugsson býður Guðmundi Einarssyni heim til sín í fyrsta bréfinu sem hann skrifar til hans 8. janúar 1944. Theodór á heima norður í landi að Bjarmalandi í Öxarfirði. Þetta er löng leið og fer Guðmundur líklega með Súlunni frá Ísafirði til Akureyrar. Ekki veit ég hvenær hann lagði upp í ferðina en hann kemur til baka 21. ágúst 1944 eins og sjá má hér í skeytinu að neðan.
Ég hef heyrt að þeir hafi varla tímt að sofa, til að geta notað sem mestan tíma til að tala saman en báðir voru þeir refaskyttur og miklir náttúru unnendur, og því vanir að vaka lengi.
Hér eru nokkrar myndir úr norðurferð Guðmundar til Theodórs sumarið 1944.
Synir Theodórs standa þarna sitthvoru megin við Guðmund. Guðmundur Theodórsson, Guðmundur Einarsson og Gunnlaugur Theodórsson.
Guðmundur er þarna með dætrum og konu Theodórs. Þorbjörg Theodórsdóttir, Guðmundur, Halldóra Theodórsdóttir og Guðrún Pálsdóttir.
Í Ásbyrgi. Sigvaldi Jónsson, kallaður Valdi, Guðmundur Einarsson og Theodór Gunnlaugsson.
Í Tungu. Þrjár refaskyttur Sigvaldi Jónsson, Guðmundur Einarsson og Theodór Gunnlaugsson
Guðmundur Einarsson í Hljóðaklettum

Mynd tekin í Listigarðinum á Akureyri 1944. Frá vinstri er Guðmundur Árnason, Svava Daníelsdóttir, Guðmundur Einarsson, Gunnþóra Margrét Þórarinsdóttir og Óli Guðmundur Árnason.